Valdimar Leo Friðriksson endurkjörinn
Valdimar Leo Friðriksson var endurkjörinn formaður UMSK á þingi sambandsins í kvöld. Valdimar hefur verið formaður sambandsins síðan árið 2000. Öll stjórn sambandsins var einnig endurkosin. Á þinginu voru veittar viðurkenningar bæði til sjálfboðaliða og til íþróttamanna. Íþróttakarl UMSK 2015 var valinn sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson og íþróttakona lyftingakonan Fanney Hauksdóttir. Lið ársins var valið kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum. Sundmaður Brynjólfur Óli Karlsson Breiðablik, skíðakona Erla Ásgeirsdótir Breiðablik, frjálsíþróttamaður Sindri Hrafn Guðmundsson, danspar UMSK Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir HK, fimleikakona Norma Dögg Róbertsdóttir Gerplu og Félagsmálaskjöldinn fékk Guðmundur Oddsson GKG,
Fimleikabikar
Norma Dögg Róbertsdóttir
Félagsmálaskjöldur
Guðmundur Oddsson GKG