Image Alt

UMSK

Ungmennafélagið Drengur í Kjós endurvakið

Ungmennafélagið Drengur í Kjós var endurvakið um helgina eftir langan svefn en félagið hefur ekki starfað um árabil. Drengur var stofnaður 1915 og var eitt af stofnfélögum UMSK. Nú á eitthundrað ára afmæli félagsins var ákveðið að endurvekja félagið og var það gert í félagsheimilinu Félagsgarði á föstudaginn en Félagsgarður var reistur af Dreng og er í eigu félagsins.  Kosin var ný stjórn  og er Guðný Ívarsdóttir nýr formaður félagsins.

Á fundinu var kynnt bók um 100 ára sögu Drengs. Jón M. Ívarsson  skrifað bókina og las hann valdar sögur úr henni fyrir fundarmenn. Bókin er mjög vegleg og óskum við hér með Dreng til hamingju með hana og endurvakningu félagsins.

DSC_0269

Nýr formaður með nokkrum af fyrrverandi formönnum Drengs.

DSC_0271 (640x427)

Valdimar Leo, formaður UMSK með Guðmundi Davíðssyni og Sigurður Guðmundsson

DSC_0276 (640x427)

Guðný Ívarsdóttir, Valdimar Leo og Jón M. Ívarsson söguritari

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: