UMFI bikarinn – lið ársins 2019

0
591

UMFI bikarinn fær það lið sem að mati stjórnarinnar hefur skarað framúr á einhvern hátt á árinu. Að þessu sinn var það m.fl. Gróttu í knattspyrnu sem fékk afhentan bikarinn góða. Það var birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu sem tók á móti bikarnum.

Karlalið Gróttu í fótbolta náði þeim einstaka árangri að sigra Inkasso deildina sumarið 2019, sem nýliðar sem spáð var 9. sæti fyrir tímabilið. Grótta komst því upp um tvær deildir á tveimur árum og mun á komandi tímabili leika í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Meðalaldur liðsins var um 21 ár og að jafnaði voru 5-6 uppaldir Gróttumenn í byrjunarliðinu. Þeirri stefnu hefur verið fylgt hjá Gróttu síðustu ár að enginn leikmaður fær greitt fyrir að spila fótbolta heldur hefur allt kapp verið lagt á að veita framúrskarandi þjálfun og skapa góða umgjörð í kringum liðið.

Árangur Gróttu vakti athygli en í lokaumferðinni mættu yfir 1000 áhorfendur á Vivaldivöllinn og fylgdust með liðinu sigra Hauka 4-0 og tryggja sér upp um deild. Að leik loknum söfnuðust bæjarbúar saman á Eiðistorgi og hylltu leikmenn og þjálfara

Að tímabili loknu átti Grótta fjóra leikmenn í liði ársins, markakóng deildarinnar og þjálfara ársins. Á kjöri Íþróttamanns ársins í desember var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu tímabilin 2018 og 2019, valinn þjálfari ársins og karlalið Gróttu varð í fjórða sæti í kjöri á liði ársins.

Senda skilaboð

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.