Sumarmót UMSK í körfu

0
1842

Á dögunum fór fram Sumarmót UMSK í körfubolta í fyrsta sinn, en mótið er ætlað sem nokkurs konar lokapunktur á sumarstarfi félaganna og til að marka upphaf vetrarstarfsins.

Keppt var í karla- og kvenna flokki í aldursflokknum 16-20 ára og fór mótið fram í Smáranum í Kópavogi.  Hjá strákunum var það lið Breiðabliks sem bar sigurorð af liði Vals í úrslitaleik en kvennamegin var það lið Keflavíkur sem hafði sigur eftir úrslitaleik við Hauka.

Í verðlaun voru æfingatreyjur frá Errea merktar Sumarmeistarar 2015 sem verða væntanlega áberandi á æfingum liðanna á næstunni.  Góður rómur var gerður að mótinu og er stefnt á að það verði árlegt og stækka það smám saman.

Senda skilaboð

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.