Landsmótið á Sauðárkróki 2018

0
2546

Landsmótið á Sauðarkróki 12. -15. júlí í sumar verður með gjörbreyttu sniði frá fyrri landsmótum. Mótið verður fjögurra daga íþróttaveisla þar sem íþróttir og hreyfing verða í aðalhlutverki á daginn en skemmtun og samvera í góðum félagsskap alsráðandi á kvöldin.

Á Landsmótinu verða meira en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks. Allir
ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt að kynnast nýjum greinum, fá kennslu
í þeim og taka fyrstu skrefin í nýrri hreyfingu. Þú getur sett saman þitt eigið Landsmót.

Allir 18 ára og eldri geta skráð sig, hvort sem þeir eru í íþrótta- og ungmennafélagi
eða ekki. Að sjálfsögðu verður margt í boði fyrir mótsgesti yngri en 18 ára.
Landsmótið er því frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Landsmótið er
tilvalinn vettvangur fyrir vinahópa, starfsmannahópa, stórfjölskylduna eða
endurfundi af ýmsu tagi.

Á Landsmótinu er tilvalið að styrkja tengslin við vini
og vandamenn í góðum félagsskap, hreyfa sig, njóta samverunnar og gleðjast saman.

Þátttakendur Landsmótsins geta keppt í eða prófað fjölda íþróttagreina í bland við götu- og tónlistarveislu.
Saman munu gestir Landsmótsins skapa töfrandi minningar. Það verður rífandi fjör og gleði alla daga mótsins.
Þeir sem skrá sig til leiks á Landsmótinu geta búið til sína eigin dagskrá.

Kynningabæklingur

www.landsmotid.is

 

Senda skilaboð

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.