Image Alt

UMSK

Íþróttakarl og kona Garðabæjar

Í gær voru þau Harpa Þorsteinsdóttir knattspyrnukona úr Stjörnunni og Dagfinnur Ari Normann kraflyftingamaður Stjörnunni valin íþróttakarl og íþróttakona Garðabæjar á glæsilegri uppskeruhátíð Garðabæjar.

Meistaraflokkur kvenna í Stjörnunni var valið lið ársins.

Dagfinnur Ari Normann – íþróttakarl Garðabæjar 2016

Dagfinnur hefur æft íþróttina með Lyftingadeild Stjörnunnar síðan 2011 og áður á eigin vegum.

Á árinu 2016 hreppti Dagfinnur 4. sætið í bekkpressu á HM í klassískum kraftlyftingum í Texas, í Bandaríkjunum. Hann varð í 2. sæti á EM í bekkpressu og í 3. sæti á NM unglinga. Hér heima varð hann bikarmeistari í -83 kg flokki í kraftlyftingum ásamt því að verða Íslandsmeistari í -83 kg flokki í klassískum kraftlyftingum, opnum flokki, og ungmennaflokki. einnig Dagfinnur Ari var  lykilmaður í sigri Stjörnunnar í liðakeppni mótsins. Síðast en ekki síst vann hann í sínum flokki á „Reykjavík International Games” (RIG).

Eftir allt þetta á Dagfinnur Ari 42 Íslandsmet og þar af setti hann 20 á árinu 2016.

Dagfinnur Ari hefur mikinn metnað fyrir íþróttinni og er stofnfélagi í Lyftingadeild Stjörnunnar. Hann er öðrum til fyrirmyndar, hvort sem litið er til ástundunar, mataræðis eða félagsanda. Hann hefur ávallt sýnt mjög íþróttamannslega framkomu á vegum félagsins og er mjög vel liðinn af öllum sem verða á vegi hans. Dagfinnur hefur aðstoðað við þjálfun og leiðsögn nýrra meðlima og tekið virkan þátt í félagsstörfum.

Dagfinnur Ari var einnig valinn íþróttakarl Garðabæjar 2015.

Harpa Þorsteinsdóttir – íþróttakona Garðabæjar 2016

Harpa Þorsteinsdóttir átti frábært ár með Stjörnunni 2016. Hún varð Íslandsmeistari með félögum sínum í meistaraflokki kvenna með fimm stiga forystu á liðið sem hafnaði í 2. sæti. Hún varð markahæsti leikmaður Pepsídeildar kvenna með 20 mörk í 16 leikjum, en sá leikmaður sem næstur kom skoraði 14 mörk. Í mótslok var Harpa valin besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar.

Harpa átti einstakt ár með íslenska landsliðinu í undankeppni EM-2017. Hún skoraði 10 mörk og skoraði enginn leikmaður neins landsliðs fleiri mörk í undankeppninni. Þetta afrekaði Harpa þrátt fyrir að hafa misst af tveimur síðustu leikjum landsliðsins þar sem hún er með barni.

Harpa Þorsteinsdóttir hefur verið markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og valin besti leikmaðurinn þrjú af síðustu fjórum árum. Er hér um fordæmalausan árangur að ræða. Þá er Harpa einn þriggja leikmanna í Íslandsmeistaraliðinu 2016 sem komið hefur við sögu hjá öllum sigurliðum meistaraflokks kvenna í Íslandsmóti og bikarkeppni síðustu sex ár, en umræddir titlar eru orðnir sjö á því tímabili.

Harpa var einnig valin íþróttakona Garðabæjar 2013 og 2014.

 

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: