Image Alt

January 2017

Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar fyrir 2016 voru valin þau Árni Bragi Eyjólfsson og Telma Rut Frímannsdóttir. Niðurstöður um valið var kunngjört í hófi í íþróttamiðstöðinni Varmá fimmtudaginn 19. janúar. Við sama tilefni var þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands- deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2015 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði á liðnu ári.

Kjör Íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 17. febrúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór fram í 24. skiptið en það var fyrst haldið 1993. Kjörið er í umsjón Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vegja athygli á gildi íþrótta og stuðla enn frekar að öflugu íþrótta- og tómstundalífi á Seltjarnarnesi. Einnig voru veitt verðlaun til landsliðsfólks, ungs og efnilegs íþróttafólks,

Í gær voru þau Harpa Þorsteinsdóttir knattspyrnukona úr Stjörnunni og Dagfinnur Ari Normann kraflyftingamaður Stjörnunni valin íþróttakarl og íþróttakona Garðabæjar á glæsilegri uppskeruhátíð Garðabæjar. Meistaraflokkur kvenna í Stjörnunni var valið lið ársins. Dagfinnur Ari Normann - íþróttakarl Garðabæjar 2016 Dagfinnur hefur æft íþróttina með Lyftingadeild Stjörnunnar síðan 2011 og áður á eigin vegum. Á árinu 2016 hreppti Dagfinnur 4. sætið í bekkpressu á HM í klassískum kraftlyftingum í Texas, í Bandaríkjunum.

Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni og Svana Katla Þorsteinsdóttir karatekona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2016. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttamiðstöðinni Versölum 7. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ. Jón Margeir og Svana Katla voru

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: