Dansmótið gekk vonum framar

0
1726

Fyrsta dansmót UMSK sem haldið var í Smáranum Kópavogi á sunnudag gekk vonum framar. Umgjörðin glæsileg, framkvæmdin óaðfinnanleg og ótrúlega flottir dansarar. Valdimar Leó Friðriksson setti mótið og hafði á orði að líklega væri þetta mót komið til að vera miðað við þáttökuna og ánægju keppenda og gesta með mótið.

Stigakeppni var á milli þátttökufélaga og stóð Dansíþróttafélaga Kópavogs uppi sem sigurvegari og fékk að launum veglegan bikar. Það er nokkuð ljóst að það eru bjartir tímar framundan í dansíþróttinni ef við miðum við þann fjölda glæsilegra danspara sem þátt tóku í mótinu

Senda skilaboð

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.