Norður Evrópumeistarar í dansi
Elvar Kristinn Gapunay og Sara Lind Guðnadóttir urðu Norður-Evrópumeistarar í Latin-dönsum í flokki 12-13 ára. Mótið er haldið í Helsinki í Finnlandi.
Sundmeistaramót UMSK
Meistaramót UMSK í sundi var haldið í Sundlaug Kópavogs um helgina. Tvö lið mættu til keppni þ.e. frá Breiðablik og Aftureldingu. Mótið tókst í alla staði vel.
Sæti | Kvennaflokkur | Félag | Aldur | Stig |
1 | Líf Þrastardóttir | BREI | 13 -14 ára | 987 |
2 | Aþena Karaolani | UMFA | 13 -14 ára | 741 |
3 | Belinda Cardew | BREI | 13 -14 ára | 676 |
1 | Ragnheiður Karlsdóttir | BREI | 15 ára og eldri | 1058 |
2 | Gunnlaug Mragrét Ólafsdóttir | BREI | 15 ára og eldri | 1055 |
3 | Athena Nevelevex | BREI | 15 ára og eldri | 984 |
Karlaflokkur | ||||
1 | Brynjólfur Óli Karlsson | BREI | 13-14 | 1015 |
2 | Bjartur Þórhallsson | UMFA | 13-14 | 882 |
3 | Baldur Skúlason | BREI | 13-14 | 404 |
1 | Sveinbjörn Pálmi Örnuson | BREI | 15 ára og eldri | 1025 |
2 | Huginn Hilmarsson | UMFA | 15 ára og eldri | 991 |
3 | Daníel Már Kristinnsson | BREI | 15 ára og eldri | 918 |
Dansmótið gekk vonum framar
Fyrsta dansmót UMSK sem haldið var í Smáranum Kópavogi á sunnudag gekk vonum framar. Umgjörðin glæsileg, framkvæmdin óaðfinnanleg og ótrúlega flottir dansarar. Valdimar Leó Friðriksson setti mótið og hafði á orði að líklega væri þetta mót komið til að vera miðað við þáttökuna og ánægju keppenda og gesta með mótið.
Stjarnan Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla
Stjarnan er Íslandsmeistari karla í knattspyrnu í fyrsta skiptið í sögu félagsins eftir 2-1 sigur gegn FH í úrslitaleik Pepsi-deildarinnar.Ólafur
Forvarnadagurinn er í dag
Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélags Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis.