Image Alt

UMSK

5.Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní 2015.

Blönduós er góður staður til að halda slíkt mót, góð íþróttamannvirki eru til staðar og almenn þjónusta með ágætum. Íþróttakeppnin fer öll fram á Blönduósi og í þéttbýlisstöðum þar í kring. Undirbúningur er hafinn fyrir nokkru síðan og það er mikill metnaður í heimamönnum að gera mótið sem allra best úr garði og lögð verður áhersla að taka vel á móti öllum mótsgestum. Þetta mót verður svipað og þau fyrri en þó verður lögð meiri áhersla á afþreyingu og skemmtun.

Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu á Blönduósi eru Boccia, Bridds, Dráttarvélaakstur, Frjálsíþróttir, Golf, Hestaíþróttir, Judó, Lomber, Pútt einstaklingskeppni, Pútt liðakeppni, Ringó, Skák, Skotfimi, Starfshlaup, Stígvélakast, Sund, Þríþraut einstaklingskeppni.

Frekari upplýsingar um dagskrá koma smám saman en hafa má samband við þjónustumiðstöð UMFÍ ef eitthvað er óljóst og þarfnast svara.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: