Viðurkenningar ÍSÍ á 96. ársþingi UMSK
ÍSÍ veitt þremur einstaklingum viðurkenningu fyrir ósérhlífið starf á vegum íþróttahreyfingarinnar um árabil.
Magnús Gíslasons HK fékk gullmerki ÍSÍ
Magnús stofnaði Handknattleiksfélag Kópavogs ásamt sjö öðrum 12 ára strákum í Kársnesskóla haustið 1969 og var kjörinn formaður drengjafélagsins. HK var síðan formlega stofnað 26.janúar 1970 og fyrsti formaður Þorvarður Áki Eiríksson. Sat sitt fyrsta UMSK þing 1970 (á Kjalarnesi) þegar HK sótti um aðild að UMSK. Leikmaður og í stjórn HK fyrstu árin. Í stjórn ungnlingaráðs handknattleiksdeildar HK í fjölda ára – setti m.a. á fót Ákamótið. Í stjórn handknattleiksdeildar HK í fjölda ára. Sat í aðalstjórn HK s.l. 20 ár og í stjórn UMSK s.l. 8 ár ?
Eiríkur Mörk Breiðabliki silfurmerki ÍSÍ
Eiríkur Mörk kom fyrst til starfa í frjálsíþróttadeild Breiðabliks sem forystumaður í foreldraráði og var strax ljóst að um ötulan forystumann var að ræða. Fljótlega eða árið 2011 var hann kjörinn formaður deildarinnar og sinnti hann því starfi með mikilli prýði. Þó hann hafi nú nýlega óskað eftir að stíga til hliðar sem slíkur er hann síður enn svo horfinn frá störfum í deildinni, Heldur ótrauður áfram í fjölmörgum verkefnum hennar svo sem mótahaldi og öðrum viðburðum. Eiríkur hefur verið handhafi félagsmálabikars Breiðabliks. Auk starfa í frjálsíþróttadeild Breiðabliks hefur Eiríkur setið og situr enn í varastjórn F.R.I.þar sem hann hefur unnið mjög ötullega
Kristín Finnbogadóttir Gróttu silfurmerki ÍSÍ
Kristín Finnbogadóttir hefur starfað hjá Gróttu frá árinu 2002 eða í 17 ár. Fyrstu 16 árin sem framkvæmdastjóri félagsins en gegnir nú starfi fjármálastjóra. Árin 1988-1990 sinnti hún stjórnarstörfum fyrir fimleikadeild. Aðalviðfangsefni Gittu í starfi sínu hefur verið fjármálaumsýsla félagsins. Allt frá greiðslu reikninga til bókunar þeirra. Hún hefur einnig unnið að fjárhagsáætlanagerð auk annarra almennra skrifstofustarfa og þjónustu við félagsmenn. Gitta hefur í starfi sínu notið ómældra vinsælda félagsmanna og annarra þeirra sem leitað hafa á skrifstofu félagsins. Á fyrstu starfsárum sínum var hún eini starfsmaðurinn á skrifstofu Gróttu og sinnti öllum þeim erindum sem á skrifstofuna bárust.