Starfsdagur hjá þjálfurum Aftureldingar
Í gær var Afturelding með starfsdag hjá þjálfurum og stjórnarmönnum félagsins. Starfsdagar hafa tíðkast í skólakerfinu lengi þar sem kennsla er felld niður meðan kennarar efla sig í starfi. Afturelding ákvað að boða til starfsdags hjá sínum þjálfurum með það að markmiða að efla þjálfara við sín störf fyrir félagið. Meðan þjálfarar sátu á skólabekk var öll þjálfun felld niður hjá félaginu. Fjórir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir fyrir fullum sal en yfir 80 þjálfarar voru mættir.
Þetta er áhugaverð tilraun sem Afturelding fór í og miðað við hvernig tókst til þá er líklegt að starfsdagar þjálfara verða hluti að starfi félagsins í framtíðinni. Einnig væri gaman að sjá að þetta framtak Aftureldingar verði í leiðinni hvatning til annarra félag að gera slíkt hið sama.
Til hamingju Afturelding með metnaðarfullt starf.