Starfsdagur hjá þjálfurum Aftureldingar
Í gær var Afturelding með starfsdag hjá þjálfurum og stjórnarmönnum félagsins. Starfsdagar hafa tíðkast í skólakerfinu lengi þar sem kennsla er felld niður meðan kennarar efla sig í starfi. Afturelding ákvað að boða til starfsdags hjá sínum þjálfurum með það að markmiða að efla þjálfara við sín störf fyrir félagið. Meðan þjálfarar sátu á skólabekk var öll þjálfun felld niður hjá félaginu. Fjórir áhugaverðir fyrirlestrar
Skólahlaup UMSK
Skólahlaup UMSK 2017 verður haldið á Kópavogsvelli fimmtudaginn 5. október og hefst kl. 10:00. Allir nemendur í 4.-7. bekk á sambandssvæði UMSK hafa rétt til að taka þátt. Auglýsing
UMSK mót í handbolta kvenna – úrslit
Lið Stjörnunnar stóð uppi sem sigurvegari í UMSK mótinu í handbolta kvenna sem haldið var í Kórnum fyrir helgi. Fjögur lið kepptu að þessu sinni en auk Stjörnunnar voru það lið Aftureldingar, Gróttu og HK. Besti leikmaðurinn mótsins var valin Lovísa Thomson Gróttur, besti markmaðurinn Enikó Marton Afturelding, besti sóknarmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir HK og besti varnarmaður Ramune Pekarskyte Stjarnan.