Opnað fyrir starfskýrslur
Opnað hefur verið fyrir árleg starfskýrsluskil í Felix – félagakerfi íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt 8. grein í lögum ÍSÍ skulu allir sambandsaðilar, íþróttafélög, íþróttahéruð og sérsambönd skila skýrslu inn eigi síðar en 15. apríl ár hvert.
Starfsskýrslan skiptist í þrennt:
- Félagatal (félagar og iðkendur).
- Ársreikning fyrir síðastliðið ár.
- Nýjustu upplýsingar um stjórnarsetu í félaginu og deildum þess.
UMSK vill hvetja aðildarfélögin til að skila skýrslunum fyrir tilsettan tíma og hægt er að skila þeim hluta skýrslunar sem snýr að félagatali (félagar og iðkendur) þó ekki sé búið að haldaaðalfund.
Ítarlegar leiðbeiningar um starfsskýrsluferlið eru hér en einnig getur starfsmaður Felix, Birgir Sverrisson, aðstoðað við starfsskýrsluskil. Einnig er hægt að óska sérstaklega eftir námskeiðum fyrir hópa, t.d. innan einstakra íþróttahéraða. Hægt er að ná í Birgi í síma 514-4022 eða með tölvupósti á birgir@isi.is