Opnað fyrir starfskýrslur
Opnað hefur verið fyrir árleg starfskýrsluskil í Felix - félagakerfi íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt 8. grein í lögum ÍSÍ skulu allir sambandsaðilar, íþróttafélög, íþróttahéruð og sérsambönd skila skýrslu inn eigi síðar en 15. apríl ár hvert. Starfsskýrslan skiptist í þrennt:
- Félagatal (félagar og iðkendur).
- Ársreikning fyrir síðastliðið ár.
- Nýjustu upplýsingar um stjórnarsetu í félaginu og deildum þess.
Íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar
Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöldi fimmtudaginn 22. jan. Ásamt því að heiðra íþróttakarl
Harpa og Daníel íþróttakona og íþróttakarl Garðabæjar
Um helgina var tilkynnt hverjir væru íþróttakona og íþróttakarl Garðabæjar 2014.
Ráðstefna um afreksíþróttir
Ráðstefna um afreksíþróttir verður haldin í Háskólanum í Reykjavík í samstarfi ÍBR, ÍSÍ og HR, fimmtudaginn 15. janúar þar sem Colin Jackson, þrefaldur heimsmeistari í frjálsíþróttum er meðal fyrirlesara. Nánari dagskrá er að finna hér fyrir neðan ásamt upplýsingum um hvernig skrá á á ráðstefnuna.
Umsóknafrestur í Ferðasjóðinn
Á miðnætti í kvöld, 12. janúar 2015, mun frestur til að sækja um styrk í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða innanlands
Birgir Leifur og Norma Dögg íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, og Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2014. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Reiðhöll Spretts. Birgir Leifur og Norma Dögg voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Meistaraflokkur HK í blaki karla var kjörinn flokkur ársins 2014 en liðið varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í blaki á árinu.
Fanney og Nanna íþróttamenn Gróttu og æskunnar 2014
Fanney Hauksdóttir var í gær valin íþróttamaður Gróttu 2014 og Nanna Guðmundsdóttir íþróttamaður æskunnar. Einnig voru veitt starfsmerki félagsins og þeim sem leikið hafa fyrir hönd Íslands í fyrsta skipti voru einnig veittar viðurkenningar. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri var svo gerð að heiðursfélaga Gróttu.
Nýárskveðja
UMSK óskar ykkur öllum góðs og gæfuríks árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.