Image Alt

UMSK

Fanney og Nanna íþróttamenn Gróttu og æskunnar 2014

Fanney Hauksdóttir var í gær valin íþróttamaður Gróttu 2014 og Nanna Guðmundsdóttir íþróttamaður æskunnar.  Einnig voru veitt starfsmerki félagsins og þeim sem leikið hafa fyrir hönd Íslands í fyrsta skipti  voru einnig veittar viðurkenningar.  Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri var svo gerð að heiðursfélaga Gróttu.

Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona, sigraði í bekkpessu á Íslandsmótinu á síðasta ári. Hún keppti einnig fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti unglinga í bekkpressu þar sem hún varð heimsmeistari þegar hún lyfti samtals 135 kg.  Hún sigraði ekki einungis sinn flokk (63 kg) heldur stóð hún uppi sem sigurvegari mótsins. Með þessu stórbætti hún Íslandsmetið.  Fanney er í 7. sæti á heimslista IPF í 63 kg flokki.  Fanney er 22 ára og hefur undanfarin þrjú ár æft kraftlyftingar en áður æfði hún fimleika hjá Gróttu.Nanna Guðmundsdóttir, fimleikakona, varð tvöfaldur Íslandsmeistari í fimleikum á árinu,  í 1. þrepi og frjálsum æfingum en Nanna hefur einnig afrekað það að verða Íslandsmeistari í öllum þrepum fimleikastigans síðustu fjögur ár.  Hún varð einnig bikarmeistari í 1. þrepi með sínu liði.  Hún varð svo Mílanómeistari og sigraði sína grein í fimleikaeinvígi FSÍ.  Nanna var vali í landslið Íslands og keppti með þeim á tveimur mótum á árinu.  Nanna er 14 ára gömul og hefur æft fimleika frá 4 ára aldri hjá Gróttu.

Grótta treystir líkt og önnur félög mjög á sjálfboðaliðastarf félagsmanna.  Á hverju ári eru veittar viðurkenningar fyrir þessi störf auk langrar hollustu við félagið í keppni og vinnu.  í gær  fengu eftirtaldir aðilar brons- og silfurmerki félagsins fyrir þeirra framlag til félagsins.
Hrafn Jónsson, Pétur Már Harðarson, Vilhjálmur Ólason, Sigurlaug Vilhelmsdóttir, Einar Óli Þorvarðarson, Anna Jónsdóttir, Tinna Rut Traustadóttir og Haraldur Eyvinds fengu bronsmerki en Davíð B. Gíslason silfurmerki.

Þeir sem hlutu viðurkenningar fyrir að hafa leikið fyrir hönd Ísland í fyrsta skipti eru eftirfarandi:
Selma Þóra Jóhannsdóttir
Elín Helga Lárusdóttir
Lovísa Thompson
Guðný Hjaltadóttir
Jóhann Kaldal Jóhannsson
Gísli Gunnarsson
Hannes Grimm

Eftirtaldir voru tilnefndir sem íþróttamenn æskunnar 2014:
Aron Dagur Pálsson, handknattleikur
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, handknattleikur
Davíð Fannar Ragnarsson, knattspyrna
Hildur Sif Hilmarsdóttir, knattspyrna
Jóhann Kaldal Jóhannsson, handknattleikur
Katrín Viktoría Hjartardóttir, fimleikar
Kristófer Orri Pétursson, knattspyrna
Lovísa Thompson, handknattleikur
Matthildur Óskarsdóttir. kraftlyftingar
Nanna Guðmundsdóttir, fimleikar
Sofia Elsie Guðmundsdóttir, knattspyrna
Victor Levi Du Teitsson, kraftlyftingar

Eftirtaldir voru tilnefndir til íþróttamanns Gróttu 2014:
Aron Lee Du Teitsson, kraftlyftingar
Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar
Íris Björk Símonardóttir, handknattleikur
Guðmundur Marteinn Hannesson, knattspyrna
Viggó Kristjánsson, handknattleikur og knattspyrna

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: