Image Alt

UMSK

Fanney og Axel íþróttafólk Seltjarnarness

Kraft­lyft­inga­kon­an Fann­ey Hauks­dótt­ir úr Gróttu og jú­dómaður­inn Axel Krist­ins­son úr Ármanni voru  út­nefnd íþrótta­fólk Seltjar­narness vegna árs­ins 2015.

Kjörið er í um­sjón íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar Seltjarn­aress og fór nú fram í 23. skipti. Einnig voru veitt verðlaun til landsliðsfólks, ungs og efni­legs íþrótta­fólks, og Íslands­meist­ara, auk þess sem veitt voru sér­stök verðlaun fyr­ir fé­lags­mála­frömuði á Seltjarn­ar­nesi.

Í rök­stuðningi fyr­ir val­inu á þeim Fann­eyju og Axel seg­ir:

Fann­ey Hauks­dótt­ir – Íþrótta­kona Seltjarn­ar­ness

Fann­ey er 23 ára og byrjaði að æfa kraft­lyft­ing­ar fyr­ir 4 árum eft­ir að hafa stundað fim­leika í ár­araðir. Fann­ey varð Íslands­meist­ari í bekkpressu í 63 kg flokki með 125 kg lyftu sem var jafn­framt Íslands­met. Hún varði heims­meist­ara­titil sinn á HM ung­linga sem fram fór í Svíþjóð og setti um leið nýtt heims­met ung­linga þegar hún lyfti 145,5 kg og Evr­ópu­meist­ari í opn­um flokki (flokki full­orðinna) á Evr­ópu­mót­inu sem fram fór í Tékklandi. Þetta var henn­ar fyrsta mót í flokki full­orðinna og lyfti hún 147,5 kg sem var jafn­framt nýtt heims­met ung­linga, en hún átti metið fyr­ir sjálf.

Fann­ey setti Íslands­met í opn­um flokki í klass­ískri bekkpressu (bekkpressu án búnaðar) á Íslands­mót­inu í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um með því að lyfta 100 kg og varð þar með fyrsta ís­lenska kon­an til að lyfta þeirri þyngd. Með þess­ari lyftu sett hún jafn­framt Norður­landa­met ung­linga. Í lok árs var Fann­ey til­nefnd til íþrótta­manns árs­ins af Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna og endaði í 5. sæti í val­inu. Er þetta besti ár­ang­ur sem ís­lensk­ur kraft­lyft­inga­kepp­andi hef­ur náð á þess­um vett­vangi eft­ir að kraft­lyft­ing­ar urðu á ný íþrótta­grein inn­an ÍSÍ. Fann­ey sit­ur í 4. sæti á heimslista IPF í 63kg opn­um flokki (flokki full­orðinna).

Fann­ey er mik­il fyr­ir­mynd og virk­ur þátt­tak­andi í starfi kraft­lyft­inga­deild­ar Gróttu, auk þess að þjálfa fim­leika.

Axel Krist­ins­son – Íþróttamaður Seltjarn­ar­ness 

Axel er 27 ára og hef­ur stundað júdó frá því hann var 11 ára en hann er upp­al­inn í júdó­deild Ármanns. Allt frá upp­hafi júd­ó­fer­ils­ins hef­ur Axel sýnt það og sannað að hann er af­burðar íþróttamaður, en á ár­un­um 2008-2013 varð hann Íslands­meist­ari full­orðinna í júdó. Hann hef­ur einnig keppt á Smáþjóðal­eik­un­um fyr­ir Íslands hönd.

Axel náði mjög góðum ár­angri í sín­um íþrótt­um á ár­inu 2015, bæði í júdó og bras­il­ísku jiu-jitsu (BJJ), en þar kepp­ir Axel fyr­ir Mjölni. Hann varð í maí Norður­landa­meist­ari í júdó en þar vann hann alla and­stæðinga sína með upp­gjaf­ar­taki (ippon). Með það í huga er sig­ur hans á einu stærsta og sterk­asta móti sem haldið er á Norður­lönd­un­um því enn stærri. Hann varð einnig Íslands­meist­ari í BJJ auk þess að lenda í 3. sæti á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í sömu keppn­is­grein sem haldið var í Lissa­bon en mótið þar hef­ur aldrei verið stærra.

Axel er jafn­framt yfirþjálf­ari hjá íþrótta­fé­lag­inu Mjölni ásamt því að æfa mjög keppn­ismiðað. Hjá Mjölni sér hann um barna- og ung­lingastarf ásamt því að þjálfa full­orðna í BJJ. Barna- og ung­linga­starfið bygg­ir hann upp sem leik og legg­ur áherslu á ábyrgð sem fylg­ir því að læra hverskyns bar­dag­aíþrótt­ir.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: