Norður Evrópumeistarar í dansi
Elvar Kristinn Gapunay og Sara Lind Guðnadóttir urðu Norður-Evrópumeistarar í Latin-dönsum í flokki 12-13 ára. Mótið er haldið í Helsinki í Finnlandi.
Pör frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Eistlandi, Lettlandi, Rússlandi, Þýskalandi, og Póllandi kepptu á mótinu.
Elvar og Sara lentu einnig í 3. sæti í ballroom-dönsum. Elvar Kristinn og Sara Lind eru aðeins 13 ára gömul og hafa unnið til fjölda verðlauna undanfarin ár. Þau byrjuðu að dansa saman aðeins 5 ára og hafa unnið alla keppnir á Íslandi undanfarin 5 ár.
Þeim hefur einnig gengið vel á keppnum erlendis, hafa m.a. unnið Copenhagen-open sem er stærsta keppnin sem haldin er á Norðurlöndunum ár hvert.
Þau eru einnig meðal fárra Íslendinga sem hafa dansað í úrslitum í Junior Blackpool dance festival sem er ein stærsta danskeppni sem haldin er fyrir börn og unglinga í heiminum.