Úrslit í bocciamóti UMSK
Bocciamót UMSK fyrir 50+ var haldið í Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ á laugardaginn. Um þrjátíu lið voru skráð til keppni sem er fækkun frá síðustu mótum sem hugsanlega má rekja til þess að mikið er um veikindi og erfiða færð á vegum landsins. Sigurvegarar í mótinu voru eftirfarandi:
- Páll Jónsson – Þórunn Guðnadóttir – Árborg
- Anna Albertsdóttir – Ragna Guðvarðardóttir – Gjábakka
- Ágúst Þorsteinsson – Hilmar Bjartmarz – Garðabæ
0 Comments