Image Alt

UMSK

Íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöldi fimmtudaginn 22. jan.
Ásamt því að heiðra íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikameistara,deildameistara, landsmótsmeistara og fyrir þátttöku í landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og stúlku 16 ára og yngri í hverri íþróttagrein.

Sjö konur og fjórir karlar voru tilnefnd í kjörinu að þessu sinni. ÍÞróttakona Mosfellsbæjar var kjörin Brynja Hlíf Hjaltadóttir akstursíþróttakona úr Mótomos. Íþróttakarl Mosfellsbæjar var kjörin Kristján Þór Einarsson golfíþróttamaður Golfklúbbsins Kjalar Mosfellsbæ

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: