Sumarmót UMSK í körfu
Á dögunum fór fram Sumarmót UMSK í körfubolta í fyrsta sinn, en mótið er ætlað sem nokkurs konar lokapunktur á sumarstarfi félaganna og til að marka upphaf vetrarstarfsins.
Keppt var í karla- og kvenna flokki í aldursflokknum 16-20 ára og fór mótið fram í Smáranum í Kópavogi. Hjá strákunum var það lið Breiðabliks sem bar sigurorð af liði Vals í úrslitaleik en kvennamegin var það lið Keflavíkur sem hafði sigur eftir úrslitaleik við Hauka.
Í verðlaun voru æfingatreyjur frá Errea merktar Sumarmeistarar 2015 sem verða væntanlega áberandi á æfingum liðanna á næstunni. Góður rómur var gerður að mótinu og er stefnt á að það verði árlegt og stækka það smám saman.
0 Comments