Nýr starfsmaður á skrifstofu UMSK
Sigmar Sigurðarson hefur verið ráðinn á skrifstofu UMSK í 100% starfshlutfall sem verkefnastjóri Íþróttaveislu 2020. Sigmar starfaði áður sem markaðs- og viðburðastjóri hjá Breiðablik. Bjóðum við hann velkominn til starfa.
Íþróttaveisla UMFÍ 2020
UMSK hefur tekið að sér að halda Íþróttaveislu UMFÍ 2020. Veislan verður haldin í Kópavogi helgina 26. -28. júní og eru það félögin þrjú HK, Breiðablik og Gerpla sem sjá um framkvæmdina. Íþróttaveislan er nýtt mót á vegum UMFÍ. Íþróttaviðburður með nýjum áherslum gleði, þátttöku og upplifun. Íþróttir á daginn - skemmtun á kvöldin. Tilgangur mótsins er að bjóða uppá mót með nýjum áherslum sem