Image Alt

November 2018

Dansmót UMSK  sem fór fram í Smáranum í október og gekk vonum framar en mótið er haldið af UMSK, Dansfélaginu Hvönn, Dansíþróttafélagi Kópavogs og Dansdeildar HK. Á mótinu er keppt um stigabikar UMSK sem fer til þess félags er flest stig hlýtur samanlagt og fór hann að þessu sinni til Dansíþróttafélags Kópavogs. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá mótinu:

(Frétt af heimasíðu UMFÍ) Í dag var aðildarfélag UMFÍ fórnarlamb netsvikahrappa. Fórnarlambið sem vinnur hjá deild viðkomandi félags fékk tölvupóst sem leit út fyrir að vera frá framkvæmdastjóra félagsins með ósk um millifærslu. Viðkomandi millifærði upphæðina, um 700.000 krónur yfir á annan reikning. Örskömmu seinna kom í ljós að um netsvikapóst var að ræða, svokölluð fyrirmælafölsun (e. CEO-fraud) þar sem yfirmaður fyrirtækis eða félags biður um millifærslu

Bræðrabikarinn var afhentur í dag en bikarinn hlýtur sá skóli sem hlutfallslega kemur með flesta keppendur í Skólahlaup UMSK. Í ár var það Lindaskóli í Kópavogi sem hlýtur bikarinn en 86% nemenda í 4.-7. bekk tóku þátt í hlaupinu. Til hamingju Lindaskóli Mynd: Á myndinni er Eiríkur Örn að taka við bikarnum fyrir hönd skólans en við hlið hans er María íþróttakennari og Valdimar frá UMSK

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: