Sýnum karakter kynning
Þriðjudaginn 25. október verður kynning á Sýnum karakter verkefninu í Kópavogi. Kynningin verður í félagsaðstöðu HK í Kórnum og hefst kl. 20:00. Dr. Viðar Halldórsson mun kynna verkefnið og svara spurningum. Allir velkomnir.
Sundmót UMSK
Sundmeistaramót UMSK verður haldið í Sundlaug Kópavogs 21. og 22. október. Umsjón með framkvæmd mótsins hefur Sunddeild Breiðabliks.
Glæsilegt dansmót í Smáranum
Opna UMSK dansmótið var haldið í Smáranum í Kópavogi um helgina. Mótið var hið glæsilegasta, bæði umgjörð og framkvæmd er dansfélögunum í Kópavogi til mikilla sóma. Í ár komu þrettán erlend danspör frá Danmörku, Írlandi og Noregi og nokkuð ljóst að hróður mótsins hefur farið víða. Félögin inna UMSK keppa um bikar á mótinu og vann Dansíþróttafélag Kópavogs bikarinn í ár.