Hólmfríður Halldórsdóttir Herði hlaut Félagsmálaskjöldinn

0
417

Hólmfríður Halldórsdóttir eða Fríða eins og hún er ávallt kölluð, hefur verið ómetanleg í sjálfboðastarfi hjá Hestamannafélaginu Herði til fjölda ára. Hún er ein aðaldriffjöðurin á bak við stofnun fræðslunefndar fatlaðra hjá félaginu árið 2010 og var formaður nefndarinnar til fjölda ára. Það starf hefur fengið verðskuldaða athygli í gegnum árin og er það fyrst og fremst Fríðu að þakka hvernig til hefur tekist. 

Þá hefur hún verið geysilega öflug í veitinganefnd félagsins, ásamt því að sjá um rekstur félagsheimilsins Harðarbóls til fjölda ára. Þá hefur hún verið tekið virkan þátt í öðrum nefndum félagsins, svo sem Lífstöltinu sem stóð fyrir æfingum og keppni fyrir hestakonur.

Senda skilaboð

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.