Image Alt

UMSK

Þjálfarasjóður UMSK sameinaður Fræðslu og verkefnasjóði UMSK

Ákveðið hefur verið að sameina Þjálfarasjóð UMSK við Fræðslu- og verkefnasjóð.

Hlutverk Þjálfarasjóðs var að styrkja þjálfara aðildarfélaga UMSK til að sækja námskeið sem og þekkingu erlendis sem ekki er i boði hérlendis. Þá var markmið hans að styðja við og efla fræðslu þjálfara hjá aðildarfélögum UMSK með því gera þeim kleift að sækja viðurkennd námskeið á sviði íþróttafræða, þjálfunar og með heimsóknum til viðurkenndra aðila eða félagsliða erlendis. Við veitingu styrkja er tekið sérstakt tilliti til námskeiða sem ekki eru í boði hérlendis og möguleika þjálfara til endurmenntunar í íþróttagrein sinni. Þá var sjóðnum einnig heimilt að veita styrki til greiðslu þáttökugjalda veigameiri viðurkenndra námskeiða, til starfsréttinda, sem haldin eru með fjarfundarbúnaði eða yfir internetið.

Fræðslu og verkefnasjóður UMSK hefur nú tekið við þessu hlutverki og munu þeir fjármunir sem áður runnu í Þjáfarasjóð nú renna til fræðslu og verkefnasjóðs.

Markmiðið með breytingunum er að einfalda stjórnsýslu sjóða sambandsins og umsóknarferli þeirra en nokkuð hefur borið á að umsóknir frá aðildarfélögum eða fulltrúum þeirra hafi borist í rangan sjóð.

Stjórn UMSK hvetur aðildarfélög til þess að sækja um styrki úr sjóðnum!

Reglugerð Fræðslu- og verkefnasjóðs

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: