
Skítugasti viðburður ársins
Drulluhlaup Krónunnar og UMFÍ á morgun.
Drulluhlaup Krónunnar fer fram í Mosfellsbæ á morgun, laugardaginn 16. ágúst. Að Drulluhlaupinu standa Ungmennafélag Íslands, Krónan og Ungmennafélagið Afturelding (UMFA).
Í Drulluhlaupinu er tekist á við 21 hindrun sem stundum þarf hjálp fjölskyldu, vina og vinkvenna til að klöngrast yfir hóla, pytti og læki á 3,5 km langri hlaupaleið. Tryggt er að enginn kemur fúll á leiðarenda því alla leiðina verður haldið uppi stuði með tónlist og glensi. Ekki er tímataka í hlaupinu enda áhersla lögð á að fólk njóti viðburðarins.