Image Alt

UMSK

Leikjavagn UMSK á ferðinni

Í vikunni fór Leikjavagn UMSK af stað en ætlunin er að hann verði á ferðinni á UMSK svæðinu nú í sumar. Stoppað verður á völdum svæðum í bæjarfélögunum á sambandssvæðinu. Fyrsti viðkomustaður vagnsin var í Mosfellsbæ á fimmtudaginn en þá var tekið á móti 200 starfsmönnum vinnuskólans en það verkefni var samvinna UMSK, ÍSÍ, Aftureldingar og Mosfellsbæjar. Í gær var svo leikjadagur á túninu við Hlégarð og var mikil gleði og ánægja ríkjandi og allir skemmtu sér vel. Vagninn verður svo aftur við Hlégarð eftir helgi mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: