Image Alt

UMSK

Heimasíða svæðisstöðva komin í loftið

Ný heimasíða svæðisstöðva íþróttahéraðanna fór í loftið á dögunum. Hún er samvinnuverkefni svæðisstöðvanna átta sem eru um allt land, ÍSÍ og UMFÍ. Efni hennar byggir á greiningarvinnu svæðisfulltrúanna, sem leiddi í ljós að skortur var á ákveðnu efni og upplýsingum og því fór hugmynd um heimasíðu fljótt af stað.

Vefslóðin er siu.is

Auk efnis sem  unnin eru á svæðisstöðvunum verður á síðunni hægt að nálgast ýmislegt fleira á einum stað á aðgengilegan hátt, sem til er hjá bæði ÍSÍ og UMFÍ. Efnið er fyrir þjálfara, foreldra og fyrir stjórnarfólk í héruðum og í félögum.

Efnisþáttum mun fjölga eftir því sem verkefninu vindur fram.

Svæðisfulltrúar og starfsfólk ÍSÍ og UMFÍ vinna í þremur hópum, sem hver um sig sér um verkfærakistu, stjórnsýslu og kynningarmál. Þessir hópar hafa allir komið að því að skilgreina hvað á að vera á síðunni og unnið efnið sem þar er birt.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: