Image Alt

UMSK

Haustfundur UMSK

Hustfundur UMSK fór fram miðvikudaginn 13. nóvember 2024. Fundurinn var vel sóttur en á fundinn voru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga UMSK. Markmið haustfundar er að miðla upplýsingum en gefa jafnframt forsvarsfólki aðildarfélaganna tækifæri til að efla og bæta tengslin og eiga í skoðanaskiptum um ýmis mál sem varða þau. 

Starfsmenn svæðisstöðva íþróttahéraða, þau Íris Svavarsdóttir og Sveinn Samsted mættu á fundinn og lýstu vinnu sinni að undanförnu sem fyrst og fremst hefur falist í greiningu á mismunandi þörfum á hverjum stað en í framhaldinu verða mótaðar tillögur til þess að efla íþróttaþátttöku meðal annars fatlaðra og barna að erlendum uppruna.

Pétur Rúnar Heimisson flutti afar upplýsandi erindi um markaðsmál íþróttafélaga og mikilvægi þess að félög leggi sig fram við að kynna það frábæra starfs sem á sér stað innan þeirra.

Vésteinn Hafsteinsson fjallaði um Afreksmiðstöð Íslands og nýja stefnumótun í afreksíþróttum á Íslandi.

Að lokum kom Kristján Hafþórsson, stjórnandi Já-kastsins, ræddi um jákvæðni, hugrekki og valdeflingu í samskiptum. 


Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: