Gagnvirkt netnámskeið um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi
Á slóð hér að neðan má nálgast gagnvirkt netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni sem sérfræðingar Barna- og fjölskyldustofu hafa útbúið. Námskeiðið fjallar um einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hvernig bregðast skal við ef barn greinir frá ofbeldi. Það er mikilvægt að allir sem vinna með börnum og unglingum þekki einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hvernig bregðast skuli við ef barn greinir frá ofbeldi. Þó að námskeiðið sé sérstaklega hugsað fyrir skólastigin þá gagnast það einnig örðum sem vinna með börnum og unglingum.
Skráning á netnámskeiðið er hér.