Fundarboð – Skattamál íþróttafélaga
ÍBH, ÍBR og UMSK boða til fundar með fulltrúum íþróttafélaga og deilda á höfuðborgarsvæðinu um nýframkomið erindi frá Skattinum varðandi staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds vegna greiðslna til íþróttamanna og þjálfara (sjá að neðan). Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 9. janúar kl. 17:00 í Laugardalshöll.
Fulltrúi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Kári Steinn Reynisson kemur á fundinn og greinir frá viðræðum skattayfirvalda og ÍSÍ varðandi þessi mál.
Hér er um verulegar áherslubreytingar að ræða af hálfu stjórnvalda sem geta haft stórkostleg áhrif á rekstrargrundvöll íþróttastarfs í landinu.
Vinsamlegast komið boðum áfram innan ykkar félags eftir því sem við á.
Til að ákvarða fjölda er óskað eftir tilkynningu á þátttöku á netfangið umsk@umsk.is í síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 8. janúar!