Image Alt

UMSK

Breytingar hjá UMSK

Á ársþingi UMSK þann 25. febrúar mun Valdimar Leo Friðriksson láta af störfum sem formaður samtakanna.

“Til aðildarfélaga UMSK

Ágætu félagar.

Núna er komið að tímamótum hjá mér sem formaður UMSK.
Ég kom inn í stjórn UMSK árið 1997, fyrst sem varamaður, þá ritari og sem formaður frá árinu 2000. Ég hef nú ákveðið að láta þetta gott heita og gef því ekki kost á mér sem formaður á ársþinginu 25. febrúar n.k.

UMSK er á góðum stað og ég lít til baka og fyllist stolti og þakklæti fyrir að hafa fengið að starfa þessi ár með ykkur.

Kær kveðja
Valdimar Leó Friðriksson”

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: