Image Alt

UMSK

Afreksstyrkir frá Afrekssjóði UMSK 2025

Þann 24. nóvember síðastliðinn auglýsti stjórn Afrekssjóðs UMSK eftir umsóknum um afreksstyrk frá sjóðnum.

Fjöldi glæsilegra umsókna bárust sjóðnum. Umsóknirnar voru greindar með tilliti til þess hvort þær uppfylltu tiltekin lágmarksskilyrði sem sett höfðu verið en í ljós kom að hátt hlutfall þeirra gerði það. Það er því ljóst að glæsilegt starf á sér stað í fjölmörgum aðildarfélögum UMSK og innan þeirra raða er stór hópur afreksfólks sem keppir um eða stefna að efsta stigs árangri í sinni íþrótt.

Umsóknirnar þurftu að byggja á árangri afreksmanna sem;

  1. Náðst hefur í efsta styrkleikaflokki (dæmi: meistaraflokkur kvk/kk) 
  2. Náðst hefur í fjölþjóðlegri keppni td. á Norðurlandamóti, Evrópumóti eða heimsmeistaramóti. 
  3. Felur í sér að afreksíþrótta-maður eða lið hafi annað hvort; 1) Lokið keppni í efstu sætum í móti eða keppni sem ekki hefur haft sérstakan áunnin undanfara 2) Tekið þátt í keppni eða móti í kjölfar þess að hafa unnið sér inn keppnisrétt með árangri sínum innanlands eða utan. 
  4. Náðst hefur (eða þátttaka í viðkomandi keppni hafist) á tímabilinu 1.11.2024 -30.11.2025. 


Í framhaldinu voru umsóknirnar flokkaðar eftir því á hvaða stigi innan viðkomandi íþróttar mesti árangur viðkomandi umsækjanda var. Eftir umtalsverða yfirlegu var það einróma mat fundarmanna að veita styrki til 10 umsækjenda að þessu sinni.

Eftirtaldir afreksmenn eða hópar hlutu afreksstyrk árið 2025;

  • Dagur Kári Ólafsson – Fimleikar, Gerpla
  • Gunnlaugur Arni Sveinsson – Golf, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
  • Hildur Maja Guðmundsdóttir – Fimleikar, Gerpla
  • Jón Þór Sigurðsson – Skotfimi, Skotíþróttafélag Kópavogs
  • Snævar Örn Kristmannsson – Sund, Breiðablik
  • Guðfinnur Snær Magnússon – Kraftlyftingar, Breiðablik
  • Kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum – Fimleikar, Stjarnan
  • Lucie Martinsdóttir Stefaniková – Kraftlyftingar, Stjarnan
  • Thelma Aðalsteinsdóttir – Fimleikar, Gerpla
  • Þórður Jökull Henrysson – Karate, Afturelding

*ATH* Þessir styrkir eru önnur tegund styrkja en hinir hefðbundnu ferðastyrkir sem sjóðurinn veitir td. vegna landsliðsferða ungmenna (30.000 kr. að hámarki tvisvar á ári) sem sótt er um á þar til gerðu umsóknarformi á umsk.is.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: