Image Alt

UMSK

Íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2015

Kjör íþróttakonu og íþróttamanns Mosfellsbæjar var lýst í verðlaunahófi sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkveldi.

Alls voru tilnefndar 9 konur til kjörs íþróttakonu Mosfellsbæjar frá 5 íþróttafélögum og var Íris Eva Einarsdóttir skotfimikona úr skotfélagi Reykjavíkur kjörin Íþróttakona Mosfellsbæjar 2015.
Hún var sigurvegari í öllum innanlandsmótum í loftriffli kvenna sem haldin voru á árinu. Hún náði meistaraflokksárangri á á öllum mótum sem og Ólympíulágmörkum í þessari grein.
Hún fékk gullverðlaun Reykjavíkurleikunum 2015, og vann til gullverðlauna á smáþjóðaleikunum sem haldnir voru í Reykjavík. Hún varð ísland og bikarmeistari á árinu. Íris er númer 241 á styrkleikarlista Alþjóða skotsambandsins.

Alls voru tilnefndir 8 karlar til kjörs íþróttakarls Mosfellsbæjar frá 5 íþróttafélögum og var Reynir Örn Pálmason Hestaíþróttamaður úr Hestammanfelaginu Herði kjörin íþróttakarl Mosfellsbæjar 2015.
Árið 2015 var besta keppnisár Reynis frá upphafi. Þar bar hæðst heimsmeistaratitill á gríðarsterku móti í Henning í Danmörku og tvenn silfurverðlaun sem var besti árangur einstakra á öllu mótinu.
Reynir var tvöfaldur íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum og í slaktaumatölti, þar sem hann hlaut hæstu einkunn 8,88.
Reynir er mjög ofarlega á heimslistum FEIF Worldranking 2015 sem eru heimssamtök Íslandshesta.

Einnig voru veittar 105 viðurkennigar fyrir íslands, bikar,landsmóts og deildarmeistaratilla og 96 viðurkenningar fyrir þátttöku og æfingar með landsliðum Íslands í fjölmörgum Íþróttagreinum ásamt því efnileg ungmenni 16 ára og yngri í hverri íþróttagrein voru heiðruð.

Við sama tækifæri var Sigrúnu Þ Geirsdóttir sundafrekskonu veit viðurkenningu fyrir þann frábæra árangur að vera fyrst íslenskra kvenna synda yfir Ermasundið 62,7 km á 22 og hálfri klukkustund.

 

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: