
101. héraðsþing UMSK 2025
101. héraðsþing UMSK verður haldið laugardaginn 22. mars 2025 kl. 11:00.
Staðsetning verður kynnt í síðara fundarboði sem sent verður út eigi síðar en 7. mars.
Eins og undanfarin ár þá óskum við eftir því að aðildarfélög UMSK sendi okkur, eigi síðar en 7. mars, stutta samantekt um starfsemi félagsins síðastliðið ár ásamt mynd sem birta má í ársskýrslunni okkar.
Stjórn UMSK óskar jafnframt eftir tilnefningum frá aðildarfélögum til Hvatningarverðlauna UMSK og að þær verði sendar á skrifstofu sambandsins á netfangið umsk@umsk.is Í reglugerð um heiðursviðurkenningar UMSK segir meðal annars: „Hvatningarverðlaun UMSK getur hlotið aðildarfélag, deild innan aðildarfélags eða einstaklingur innan aðildarfélags UMSK fyrir eftirtektarverð og framsækin verkefni sem skara fram úr eða fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins“.