Formannafundur umsk
Formannafundur umsk var haldinn þann 9. nóvember sl.
Fundurinn var vel sóttur en hann var haldinn í fundarsal ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni Laugardal.
Pétur Hrafn Sigurðsson frá Íslenskri Getspá kynnti starfsemi fyrirtækisins, áskoranir og tækifæri í umhverfinu og þá miklu hagsmuni sem aðildarfélög UMSK hafa af góðu gengi fyrirtækisins. Meira en milljarður íslenskra króna hefur runnið til aðildarfélaga UMSK á undanförnum 10 árum.
Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UFMÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ kynntu þær breytingar sem samþykktar voru á 53. sambandsþingi UMFÍ er snúa að umfangsmiklum breytingum á reglum um úthlutun lottófjármuna meðal sambandsaðila UMFÍ (og ÍSÍ) en breytingarnar munu hafa áhrif á tekjur UMSK og þar með aðildarfélaga UMSK.
Valdimar Smári Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri UMSK kynnti verkefni sem hann vinnur hjá íþróttasamband fatlaðra og nefnist “Allir með”. Hann skorar á aðildarfélög UMSK til þess að láta sig málefni fatlaðra varða og leggja sitt að mörkum til þess að auka þátttöku fatlaðra einstaklinga í íþróttastarfi.
Myndir frá formannafundinum má nálgast hér