Image Alt

UMSK

Hólmfríður Halldórsdóttir Herði hlaut Félagsmálaskjöldinn

Hólmfríður Halldórsdóttir eða Fríða eins og hún er ávallt kölluð, hefur verið ómetanleg í sjálfboðastarfi hjá Hestamannafélaginu Herði til fjölda ára. Hún er ein aðaldriffjöðurin á bak við stofnun fræðslunefndar fatlaðra hjá félaginu árið 2010 og var formaður nefndarinnar til fjölda ára. Það starf hefur fengið verðskuldaða athygli í gegnum árin og er það fyrst og fremst Fríðu að þakka hvernig til hefur tekist. 

Þá hefur hún verið geysilega öflug í veitinganefnd félagsins, ásamt því að sjá um rekstur félagsheimilsins Harðarbóls til fjölda ára. Þá hefur hún verið tekið virkan þátt í öðrum nefndum félagsins, svo sem Lífstöltinu sem stóð fyrir æfingum og keppni fyrir hestakonur.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: