97. ársþing UMSK 2021
97. ársþing UMSK verður haldið fimmtudaginn 25. febrúar. Þar sem fjöldatakmarkanir leyfa ekki að halda stórar samkomur þá verður þingið rafrænt. Þingið hefst kl. 18:00 og munu þingfulltrúar fá sent boð inná fundinn ásamt leiðbeiningum fyrir fundinn. Á þinginu verður kosið um formann UMSK þar sem Valdimar Leo Friðriksson hættir sem formaður eftir tuttugu ár og tuttugu og þrjú ár í stjórn sambandsins.