
54. Sambandsþing UMFÍ
54. sambandsþing UMFÍ verður haldið á Fosshóteli Stykkishólmi dagana 10. – 12. október næstkomandi. Sambandsþing UMFÍ er haldið annað hvert ár og er það æðsta vald Í málefnum hreyfingarinnar.
Sambandsþingið er fjölmennur viðburður fulltrúa íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar um allt land. Nýir fulltrúar sambandsaðilar sitja þingið að þessu sinni því Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) bættist í raðir UMFÍ fyrr á þessu ári. Þar með eru öll íþróttahéruð landsins innan UMFÍ.
Eins og þau vita sem hafa sótt þing UMFÍ er þarna gríðarlega gott tækifæri fyrir fólk til að hittast, skiptast á skoðunum, bera saman bækur sínar, læra og deila þekkingu með öðrum.
Rétt til setu á sambandsþingi eiga fulltrúar sambandsaðila UMFÍ. Fjöldinn er fenginn úr skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar og eru þeir mismargir eftir umfangi sambandsaðila en að þessu sinni á UMSK rétt á 10 þingfulltrúum auk formanns.