Image Alt

UMSK

Þrír fengu silfurmerki UMSK á ársfundi Breiðabliks

Á ársfundi Breiðabliks í gærkvöldi voru þrír einstaklingar sæmdir silfurmerki UMSK fyrir störf sín fyrir íþróttahreyfinguna.

Viktoría Gísladóttir

Viktoria Gísladóttir hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir Sunddeild Breiðabliks allt frá árinu 2005 þegar börn hennar hófu að æfa sund. Hún byrjaði strax að taka þátt í foreldrastarfinu með því að taka þátt í fjáröflunarverkefnum.  Viktoría var sat í stjórn Sunddeildarinnar í tvígang og sinnti þar starfi gjaldkera um margra ára skeið.Í sundinu þarf hvert félag að útvega dómara í samræmi við fjölda þátttakenda. Þar hefur verið mikill fengur fyrir Sunddeild Breiðabliks að hafa Viktoríu innan sinna raða, enda hefur hún varla misst af sundmóti öll þessi ár sem hún hefur verið að dæma. Þó Viktoría hafi byrjað sín sjálfboðaliðastörf sem foreldri, þá hefur hún haldið áfram starfi sínu fyrir Sunddeildina þó liðin séu 10 ár síðan hennar börn hættu að æfa sund.

 Geirlaug Geirlaugsdóttir 

Geirlaug hefur unnið óeigingjarnt starf í fjölda ára fyrir félagið. Hún gengur í öll störf af krafti og dugnaði hvort sem um er að ræða að aðstoða við þjálfun, starfa á mótum eða stefnumótun fyrir frjálsíþróttadeildina. Áhugi hennar smitar út frá sér og hún er öðrum sjálfboðaliðum frábær fyrirmynd. Þekking Geirlaugar á íþróttinni og reynsla hennar af störfum fyrir Frjálsíþróttasambandið gerir hana að ómetanlegum liðsmanni sem sannur heiður er að fá að starfa með. 

Kristján Sigurgeirsson  

Kristján er fráfarandi formaður frjálsíþróttadeildarinnar. Að vera formaður deildar er  óeigingjarnt starf og að mörgu að hyggja við að halda starfi deildar gangandi. Eftir að  formannsstörfum hans lauk hefur hann verið boðinn og búinn til þess að aðstoða deildina þegar á  þarf að halda þá sérstaklega við þau hlaup og mót sem deildin hefur umsjón með. Það er deildinni  mikilvægt að hafa hann sem hauk í horni. 

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: