Image Alt

UMSK

Sportabler tekur við sem starfsskýrslukerfi ÍSÍ og UMFÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hafa undirritað samning við fyrirtækið Abler (sem rekur Sportabler hugbúnaðinn) um gerð á nýju rafrænu kerfi fyrir íþróttahreyfinguna sem ætlað er fyrir lögbundin skil á starfsskýrslum íþróttahreyfingarinnar.
Kerfið mun leysa af hólmi starfsskýrsluskil í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, sem hefur verið í notað til verkefnisins frá árinu 2004. Með tilkomu nýs kerfis munu skil hjá íþróttahreyfingunni fara fram í gegnum Sportabler, sama kerfi og meirihluti íþróttafélaga notar í sínu daglega starfi. Horft er til þess að með nýju kerfi verði skil félaganna skilvirkari og einfaldari en áður.
Afar mikilvægt er fyrir íþróttahreyfinguna að hafa nákvæma yfirsýn yfir umfang og gerð hreyfingarinnar til að geta meðal annars uppfyllt upplýsingaskyldu til stjórnvalda og sem grunnskilyrði til útreikninga meðal annars í tengslum við dreifingu fjármagns. ÍSÍ og UMFÍ vænta mikils af samstarfinu við Abler ehf. og telja undirritun samningsins mikilvægt skref í átt að hagkvæmari og skilvirkari skýrsluskilum í hreyfingunni. Stefnt er að því að íþróttahreyfingin geti skilað starfsskýrslum fyrir starfsárið 2021 í nýju kerfi strax á næsta ári.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: