Siglingaklúbburinn Ýmir 50 ára
Á laugardaginn hélt Siglingaklúbburinn Ýmir uppá fimmtíu ára afmæli sitt í í félagsaðstöðu sinn í Kópavogi. Félagið var stofnað 4. mars 1971 og formaður þess í dag er Þorsteinn Aðalsteinsson. Boðið var uppá léttar veitingar og farið yfir sögur úr félagsstarfinu í gegnum tíðina. Að þessu tilefni færði Guðmundur Sigurbergsson, formaður UMSK, klúbbnum að gjöf björgunarvesti sem nýtast mun í starfi félagsins næstu árin.