Image Alt

UMSK

Jóhann Steinar tekur við sem varaformaður UMFÍ

Jóhann Steinar Ingimundarson tók við sæti varaformanns UMFÍ á dögunum. Hann tók við sæti Ragnheiðar Högnadóttur sem verið hefur varaformaður síðan 2019 „Við höfum frá upphafi skipt með okkur verkum í stjórninni og vinnum  afar vel saman. Þegar ný stjórn tók við haustið 2019 ákváðum við Jóhann að hafa sætaskipti um mitt tímabil. Nú erum við rétt rúmlega hálfnuð og kominn tími á þetta,“ segir Ragnheiður Högnadóttir.

Jóhann Steinar Ingimundarson tók sæti í stjórn UMFÍ á sambandsþingi UMFÍ haustið 2017 og hefur verið formaður framkvæmdastjórnar.  Hann starfaði í aldarfjórðung fyrir UMF Stjörnuna í Garðabæ, sem er aðildarfélag Ungmennafélags Kjalarnesþings (UMSK), þar af síðustu fjögur árin sem formaður aðalstjórnar félagsins.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: