Image Alt

UMSK

Hlynur Chadwick sæmdur gullmerki UMSK

Guðmundur Sigurbergsson formaður UMSK sæmdi Hlyn Chadwick Guðmundsson gullmerki UMSK

Hlynur flutti í Mosfellsbæ 1992 og tók fljótlega við sem frjálsíþróttaþjálfari yngri deildar Aftureldingar og varð allt í öllu í frjálsíþróttastarfinu í Mosfellsbæ.
Hlynur var bæði þjálfari og yfirþjálfari Frjálsíþróttadeildar frá árinu 1993 til ársins 2020, eða í samtals 27 ár. Hann var einnig gjaldkeri um tíma og formaður á árunum 1998-2012.
Frjálsíþróttamótið „Goggi galvaski“ var hluti af Landsmóti UMFÍ sem UMSK og aðildarfélögin héldu árið 1990 í Mosfellsbæ.

Frjálsíþróttadeildin með Hlyn í fararbroddi, hélt síðan áfram með „Gogga galvaska“  og varð það einn stærsti viðburður fyrir börn og unglinga í frjálsum á landinu, í rúm 20 ár. Margir af okkar fremstu frjálsíþróttamönnum hófu sinn keppnisferil á Gogga og minnast mótsins með gleði í hjarta.

Hlynur átti stærstan þátt í að endurvekja hið sögufræga; „Álafosshlaup“ sem hafði legið í dvala um árabil. En þess má geta að þetta hlaup er 100 ára í ár.

Hlynur er dagfarsprúður, ólseigur og mikill frumkvöðull í eðli sínu. Hann er óhræddur við að feta nýjar slóðir og átti til að mynda fyrstur manna ketilbjöllur á Íslandi. Þær þykja sjálfsagður hlutur í dag.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: