Image Alt

UMSK

Boðhlaup BYKO fært til

Hlaupum saman inn í haustið í Boðhlaupi BYKO

Aðstandendur og bakhjarlar Boðhlaups BYKO hafa ákveðið að færa viðburðinn til fimmtudagsins 1. september næstkomandi.

Helsta ástæðan fyrir tilfærslunni er sú að mikið af viðburðum er í boði og fáir á ferli á höfuðborgarsvæðinu sem ekki eru komnir í frí. Skráningin er því einfaldlega ekki jafn góð og vænst var.  

Nú þegar hlaupið hefur verið fært til 1. september geta allir hlaupahópar farið að máta hlaupaskóna. Boðhlaup BYKO er fyrirtaks viðburðum fyrir fyrirtæki, saumaklúbba og vinahópa.

Boðhlaup BYKO er frábær viðburður sem verður við Fífuna í Kópavogi. Í boðhlaupinu eru fjórir í hverju liði og hleypur hver liðsfélagi í einu fjóra kílómetra með boðhlaupskefli. Karnivalstemning verður á hlaupasvæðinu, plötusnúður heldur fjörinu upp, matarvagnar verð á svæðinu og ýmislegt fleira skemmtilegt.

UMFÍ, UMSK og BYKO hlakka til að sjá sem flesta hressa hlaupara spretta úr spori þann 1. september næstkomandi þar sem við hlaupum saman inní haustið.

UM BOÐHLAUP BYKO

Boðhlaup BYKO er einn fjórum viðburðum Íþróttaveislu UMFÍ sem haldnir verða í tilefni af 100 ára afmæli Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Allir viðburðirnir verða haldnir á sambandssvæði UMSK í Kraganum á höfuðborgarsvæðinu. Hinir viðburðirnir eru Drulluhlaup Krónunnar sem verður haldið 13. ágúst, Hundahlaupið sem verður 25. ágúst og Boðhlaup BYKO sem fer fram 1. september. Síðasti viðburðurinn er svo fjölskylduviðburðurinn Forsetahlaupið á Álftanesi.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: