Image Alt

UMSK

Allt íþróttastarf að hefjast á ný


Heilbrigðisráðherra boðar talsverðar tilslakanir á sóttvarnareglum sem taka gildi á morgun, 15. apríl.   
Allt íþróttastarf kemst í gang á ný í vikunni, grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs opg tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi fimmtudaginn 15. apríl. Sundlaugar og skíðasvæði geta opnað aftur og starfsemi líkamsræktarstöðva getur hafist á ný en með takmörkunum.

Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.

Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar sóttvarnarreglur á fundi ríkisstjórnarinnar í dag og eru þær í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Gert er ráð fyrir að reglurnar gildi í þrjár vikur.
Fram kemur á frétt um málið á vefsíðu heilbrigðisráðuneytis að í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að frá því að aðgerðir á landamærum voru hertar síðast, m.a. með kröfu um sýnatöku hjá börnum og ferðamönnum með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu og auknu eftirliti með þeim sem dveljast í sóttkví eða einangrun, hafi daglegum smitum fækkað. Þannig hafi tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu eða útbreiðslu smita. Sóttvarnalæknir bendir þó á að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu. Áfram þurfi að viðhafa fyllstu aðgát vegna mikillar útbreiðslu í nálægum löndum og nýrra afbrigða veirunnar. Ýtrasta varkárni á landamærunum sé lykillinn á tilslökunum innanlands.
 
Breytingarnar í hnotskurn
Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns.
Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða.
Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.
Allt að 100 áhorfendur eru leyfðir á íþróttakeppnum og – æfingum í skráðum sætum. 
Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis.
Sviðlistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða.
Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir.
Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir.
Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar.
Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt.  

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: