Image Alt

UMSK

99. ÁRSÞING UMSK

99. ársþing UMSK var haldið þriðjudaginn 28. mars í veislusal Golfklúbbsins Odds á Urriðavelli og var það vel sótt.

Tvær breytingar voru gerðar á stjórn sambandsins á þinginu. Geirarður Long kom inn í stjórnina í stað Péturs Arnar Magnússonar, sem ekki gaf kost á sér að þessu sinni ásamt því að Sigurjón Sigurðsson var kjörinn í varastjórn í stað Geirarðs. 
Þá var Guðmundur G. Sigurbergsson endurkjörin formaður UMSK.

Á þinginu voru veittar fjölmargar viðurkenningar, bæði fyrir íþróttalegan árangur á árinu sem leið, en einnig var nokkur fjöldi heiðraður fyrir störf sín innan hreyfingarinnar á undanförnum árum.

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, Olga Bjarnadóttir og Garðar Svansson, meðstjórnendur í framkvæmdastjórn, mættu fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði Hafsteinn þingið.  Þar afhentu þau Einari Kristjáni Jónssyni, Breiðabliki, Lárusi B. Lárussyni, Gróttu, og Þorsteini Þorbergssyni, Stjörnunni, Gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttanna. Silfurmerki ÍSÍ fengu Ása Dagný Gunnarsdóttir, Aftureldingu, Einar Tómasson, HK, Hólmfríður Kristjánsdóttir, HK, Jóhann Þ. Jónsson, Breiðabliki, og Kristján Guðlaugsson, Gróttu.

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, ávarpaði einnig þingið en í ræðu sinni sæmdi hann Guðmundi G. Sigurbergssyni Gullmerki UMFÍ. Jóhann afhenti einnig fjórum sjálfboðaliðum sambandsins starfsmerki UMFÍ. Þau fengu Bjarni Torfi Álfþórsson frá Gróttu, Geirarður Long frá Aftureldingu, Halla Garðarsdóttir frá Breiðabliki og Sesselja Hannele Jarvela frá Gróttu á Seltjarnarnesi.

Íþróttakarl UMSK 2022 – Höskuldur Gunnlaugsson

Íþróttakona UMSK 2022 – Sóley Margrét Jónsdóttir

Lið ársins 2022 – Mfl. karla í knattspyrnu, Breiðablik.

Félagsmálaskjöldur UMSK 2023 – Pétur Ómar Ágústsson

Þá hlutu eftirtaldir aðildar Hvatningaverðlaun UMSK 2023
Gerpla – Fimleikar fyrir börn með fötlun.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar – Skipulagt starf fyrir 65 ár og eldri.
Dansfélagið Hvönn – Special Olympics hópur/Stjörnuhópur
Knattspyrnufélagið Miðbær – Metnaðarfullt starf í þágu nýbúa á Íslandi

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: