Úthlutað úr Afrekssjóði UMSK
Afrekssjóður UMSK styrkir íþróttafólk innan sambandsins sem tekið hefur þátt í mótum á erlendri grund. Sjóðurinn styrkir einungis mót af ákveðnum styrkleika eins og Norðurlandamót, Evrópumót eða Heimsmeistaramót. Einnig eru styrkt verkefni sem eru á vegum landsliða.
Úthlutað er þrisvar sinnum á ári í april, ágúst og desember. Nú í þriðju og síðustu úthlutun á árinu voru veittir styrkir til 97 íþróttamanna úr tíu íþróttagreinum.
Allar upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna hér á heimasíðu UMSK