Image Alt

UMSK

Sigurjón fékk gullmerki umsk

Á aðalfundi HK í gærkvöldi var Sigurjón Sigurðsson sæmdur gullmerki UMSK fyrir störf sín hjá HK en hann hefur starfað sem formaður félagsins síðan 1992 en setið í stjórn síðan 1990. Sigurjón gaf ekki kost á sér áfram sem formaður og tekur Pétur Örn Magnússon við.

Guðmundur Sigurbergsson formaður UMSK sæmdi Sigurjón gullmerkinu ásamt því að sæma þær Hólmfríði Kristjánsdóttur og Ragnheiði Kolviðsdóttur silfurmerki UMSK fyrir áralöng störf í stjórn HK.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: